4 herb., parhús ásamt bílskúr við Miðholt 23 í Reykholti.
Íbúð er skráð 111,8 fm. og bílskúr 37,3 fm. eða samtals 149,1 fm.
Húsið er timburhús, byggt árið 2006.
Lóð í órækt og möl í innkeyrslu.
Lýsing eignar: Anddyri með skáp. Þvottahús innaf anddyri og þar einnig innangengt í bílskúr með innkeyrluhurð og hurð út á lóð. Geymsla innaf bílskúr. Úr anddyri er komið í hol, þar sem opið er í stofu/borðstofu og eldhús. Eldhús með ljósri innréttingu með eyju. Aðgengi út á lóð úr borðstofu. Herbergjagangur. Þrjú herbergi, skápar í einu þeirra. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, með upphengdu klósetti, ljósri innréttingu og baðkari með sturtu.
Gólfefni eru Flísar, harðparket og steypt gólf í bílskúr.
Rakaskemmdir í eign, sérstaklega í bílskúr. Skemmdir á innréttingum og gólfefnum. Opnanleg fög/lokanir í ólagi. Fara þarf í viðhald á þakkanti.
ÍLS mælir sérstaklega með að eignin sé skoðuð með fagmönnum og að lagnir séu myndaðar. Ekki er vitað um ástand heimilistækja.