Miðhús 3, Selfoss

27.500.000 Kr.Einbýlishús
223,9 m2
8 herbergja
Herbergi 8
Stofur 1
Baðherbergi
Svefnherbergi
Ásett verð 27.500.000 Kr.
Fasteignamat 30.150.000 Kr.
Brunabótamat 63.100.000 Kr.
Byggingarár 2008

Lýsing


Einbýlishús við Miðhús 3 í Bláskógabyggð.

Húsið sem er 223,9 fm er timburhús klætt með steini og timburklæðning að hluta, byggt 2008.
Lóðin er  ófrágengin og möl er í innkeyrslu.

Lýsing eignar: Komið er inn í anddyri með skápum. Stofa með útgengi á lóð. Eldhús með viðarinnréttingu, eldhúseyju og borðkrók. Borðstofa, en opið að hluta milli eldhúss og borðstofu. Gestasalerni  flísalagt í hólf og gólf, með upphengdu salerni og sturtu. Þvottahús með ljósri innréttingu, vinnuborði og vask. 6 herbergi, fataskápar í tveimur þeirra. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, viðarinnréttingu, upphengdu klósetti, hornbaðkari og útgengi á lóð. Geymsla/lagnsherbergi.

Gólfefni eru flísar og parket, steypt gólf í lagnaherbergi..

Vantar upp á frágang víða í eign, m.a. við þakkant, lofta-  og veggklæðningu, glugga og hurðir. Þakrennur og niðurföll vantar. Gluggar og útihurðir lélegar. Brotnar flísar á nokkurm stöðum. Gólfhiti í ólagi. Rakaskemmdir á parketi. Vantar að ganga frá rafmagni að hluta. Búið er að opna veggi á nokkrum stöðum. Sýnileg mygla í eign.

Húsið stendur á leigulóð og hefur leigusali forkaupsrétt á eigninni skv. lóðaleigusamningi. Einnig eru ákvæði vegna lagningu heimreiðar sem kaupanda er bent á að kynna sér frekar.

ÍLS mælir sérstaklega með að eignin sé skoðuð með fagmönnum og að lagnir séu myndaðar. Ekki er vitað um ástand heimilistækja.

Kort
Enginn skráður
Senda fyrirspurn vegna

Miðhús 3


CAPTCHA code