Búðarháls vinnubúðir - skrifstofubygging , Selfoss

TilboðAtvinnuhúsnæði
390 m2
21 herbergja
Herbergi 21
Stofur
Baðherbergi
Svefnherbergi
Ásett verð Tilboð
Fasteignamat 0 Kr.
Brunabótamat 0 Kr.
Byggingarár 2003

LýsingSkrifstofur vinnubúða samanstanda af 21 Moelveneiningum sem eru á tveimur hæðum, 2 x 10 einingar hvor hæð. Fyrir miðri byggingunni framanverðri er auk þess anddyri og geymsla sem eru að ígildi um 1 einingar. Innangengt er í geymslu úr anddyri. Útlitsteikningar af
skrifstofubyggingu ásamt sniðmynd eru sýndar á myndum 3 og 4 og grunnmyndir 1. og 2.hæðar á myndum 5 og 6. Samkvæmt teikningu er flatarmál skrifstofubyggingar um 390 m 2 og 1150 m 3 .

Skrifstofubygging er byggð úr húseiningum frá árinu 2003. Húseiningarnar eru eins upp byggðar þannig að hægt er að nota einingar neðri hæðar á sama hátt og einingar efri hæðar.
Samkvæmt teikningu eru ellefu minni skrifstofur (6,4 m 2 ) á neðri hæð auk tveggja stærri skrifstofa (ca 10 og 13 m 2 ), gangs, stigagangs, anddyris, borðkróks og tveggja snyrtinga. Á efri hæð eru minni skrifstofurnar 12 talsins og stærri skrifstofurnar þrjár. Einnig eru tvær snyrtingar. Gangur sem liggur þvert á einingarnar fyrir þeim miðjum er um 1,1 m breiður.
Anddyriseining er rúmlega hálf eining. Útidyrahurð er með glugga og auk þess er gluggi á langvegg einingarinnar og gluggi á geymsluherbergi inn af anddyri. Bekkir eru á báðum veggjum og fatahengi ofan við auk hurðar inn í geymslu. 
Þar sem borðkrókur er sýndur við hlið salerna á 1. hæð er lítil innrétting. Í neðri hluta einingarinnar er eldhúsvaskur, vaskaskápur og rými fyrir lítinn ísskáp undir borðplötu í innréttingunni. Ofan við borðplötu er efri skápur. 
Á hvorri hæð eru tvö salerni og skiptist hvert þeirra í tvö rými. Salerni er í innra rýminu og vaskur í fremra rýminu. Milli hæða er timburstigi. Á gólfum er ljós gólfdúkur og veggir eru hvítmálaðir. Glærlakkaðir viðarlistar eru í kverkum gólfa og lofta og einnig umhverfis glugga og hurðir. Gardínur eru fyrir gluggum. Myndir sem fylgja sýna hefðbundinn frágang. Skrifstofubygging hefur ekki verið í notkun frá árinu 2015 en hiti hefur verið á byggingunni allan þann tíma og reglulegt eftirlit.

Innbú. Í skrifstofum eru einhver skrifstofuhúsgögn, í söluskoðun verður nánar farið yfir hvaða innbú fylgir sölu.

Allar upplýsingar, teikningar, og nánari lýsingu er hægt að nálgast hjá Garðatorgi eignamiðlun:
Upplýsingar um eignina veitir Sigurður Tyrfingsson löggiltur fasteignasali í síma 898-3708, sigurdur@gardatorg.is eða aðstoðarmaður Hlynur Bjarnason s. 697-9215. hlynur@gardatorg.is
Garðatorg eignamiðlun er staðsett á Garðatorgi 7 í Garðabæ, 


 

Kort
Sölumaður

Sigurður Tyrfingsson
Netfang: sigurdur@gardatorg.is
Sími: 8983708
Senda fyrirspurn vegna

Búðarháls vinnubúðir - skrifstofubygging


CAPTCHA code