Þeistareykir vinnubúðir- Skrifstofubygging , Húsavík

TilboðAtvinnuhúsnæði
484 m2
herbergja
Herbergi
Stofur
Baðherbergi
Svefnherbergi
Ásett verð Tilboð
Fasteignamat 0 Kr.
Brunabótamat 0 Kr.
Byggingarár 2006

Lýsing


Sölueiningar á Þeistarreykjum 

Skrifstofubygging telur 25 húseiningar frá árunum 2004-2005.Þar af er 21 húseining frá árinu 2004 og 4 húseiningar frá árinu 2005. Brúttóflatarmál krifstofubyggingar er samkvæmt teikningu 474 m 2 . Forstofa er um 10 m 2 brúttó, þannig að heildarflatarmál er 484 m 2 . Efri hluti húseininga beggja hæða er eins upp byggður og því hægt að nota allar húseiningarnar í einnar hæðar byggingu. Samskonar dúkur er á þaki húseininga, bæði á efri og neðri hæð og því er hægt að nota allar einingar sem einnar hæða byggingar og raða einungum upp á mismunandi máta. 

Í byggingunni eru 16 minni skrifstofur á neðri hæð, 1 stór skrifstofa, fundarherbergi, 2 snyrtingar, borðkrókur, anddyri, gangur og stigi. Á efri hæð eru 12 minni skrifstofur, 2 opin skrifstofurými í hvorum enda (teikning ekki rétt) og 3 stórar skrifstofur auk 2 snyrtinga, gangs og stiga. Anddyriseining er rúmlega hálf eining. 

Þar sem borðkrókur er sýndur við hlið snyrtinga á 1. hæð er lítil innrétting. Í neðri hluta einingarinnar er eldhúsvaskur, vaskaskápur og lítill ísskápur undir borðplötu. Ofan við borðplötu er efri skápur fyrir bolla o.þ.h. Innangengt er úr boðkrók í nýlega fundarherbergisviðbyggingu. (sjá lið 3). Viðbygging er sérstök sölueining. Hálf eining á hvorri hæð er með snyrtingum. Snyrtingar á hvorri hæð skiptast í tvö rými sem hvort um sig er með salerni í innra rýminu og vask í fremra rýminu. Samtals eru því 4 salerni í skrifstofubyggingunni. Timburstigi er á milli hæða. 

Á öllum gólfum er ljós gólfdúkur og veggir eru hvítmálaðir. Í kverkum og á samskeytum eininga, við loft og veggi eru glærlakkaðir timburlistar sem og í kringum hurðar og glugga.

Viðbygging - stórt vandað fundarherbergi. Viðbyggingin samanstendur af 2 húseiningum. Byggingin er ekki sýnd á mynd 5 en á mynd 6 má sjá hvernig hún
tengist skrifstofubyggingu. Innan gengt er í viðbyggingu um lítinn tengigang frá borðkrók skrifstofubyggingar. Hurð sem sýnd er úr fordyri er til staðar en er ekki
notuð og sést ekki frá fordyri. Gluggasetning á V-gafli er eins og myndin sýnir en teikningin sýnir ekki sambærilegan glugga sem er á A- gafli. Gluggi á A-gafli snýr að
útvegg (salernum) skrifstofubyggingar. Örstutt bil er milli bygginganna á þeim stað og er ekki hægt að komast í það svæði nema ofan frá. Einn gluggi er á hvorum
langvegg og eru einingar þannig útfærðar að auðveldlega má opna fyrir gang þvert á þær, sambærilega og gert er í skrifstofubyggingu. Breidd eininganna er nokkurn
veginn sama og breidd skrifstofueininganna en langhliðar þeirra um 1,1 metra lengri. Lofthæð er um 2,7 m. Þá eru einingarnar með loftræstikerfi og betur varma- og
hljóðeinangraðar svo eitthvað sé nefnt. 

Innbú
Í skrifstofubyggingu og viðbyggingu eru skrifstofuhúsgögn, skrifborð, skrifborðsstólar, hillur o.fl. þess háttar og í íbúðum eru húsgögn, rúm, skrifborð, sófar, stólar, skápar, einhver húsbúnaður og fylgja húsgögn og húsbúnaður sölu. Í söluskoðun verður nánar farið yfir hvaða innbú fylgir hverri sölueiningu.

Allar upplýsingar, teikningar, og nánari lýsingu er hægt að nálgast hjá Garðatorgi eignamiðlun:
Upplýsingar um eignina veitir Sigurður Tyrfingsson löggiltur fasteignasali í síma 898-3708, sigurdur@gardatorg.is eða aðstoðarmaður Hlynur Bjarnason s. 697-9215. hlynur@gardatorg.is
Garðatorg eignamiðlun er staðsett á Garðatorgi 7 í Garðabæ
 

Kort
Sölumaður

Hlynur BjarnasonAðstoðarmaður fasteignasala
Netfang: hlynur@gardatorg.is
Sími: 6979215
Senda fyrirspurn vegna

Þeistareykir vinnubúðir- Skrifstofubygging


CAPTCHA code