Lundur 1, Kópavogur

115.000.000 Kr.Fjölbýlishús
165,6 m2
3 herbergja
Sameiginlegur
Herbergi 3
Stofur 2
Baðherbergi 2
Svefnherbergi 2
Ásett verð 115.000.000 Kr.
Fasteignamat 93.450.000 Kr.
Brunabótamat 70.970.000 Kr.
Byggingarár 2007

Lýsing


Garðatorg eignamiðlun kynnir s.545-0800 glæsilega þakíbúð með stórfenglegu útsýni á góðum stað í Kópavogi!

Íbúðin er 165,6fm (þar af 12,5fm geymsla í kjallara), á 10.hæð í lyftuhúsi við Lund 1. Einnig eru 78,1fm svalir sem snúa í suður og vestur. Heitur pottur er á svölum. Einnig fylgja 2 merkt bílastæði í upphituðum bílakjallara. Raflagnir eru til staðar við bílastæðin.

Nánari lýsing:
Forstofa er parketlögð með háum, góðum skápum.
Eldhús er parketlagt með eikarinnréttingu, granítborðplötu og góðu skápaplássi. Það er helluborð, háfur, bakarofn, tvöfaldur ísskápur, vínkælir, örbylgjuofn og uppþvottavél til staðar.
Borðstofa er parketlögð, rúmgóð og björt í opnu rými við eldhús og stofu. Útgengt úr borðstofu beint út á svalir í suður.
Stofa er parketlögð, björt með stórum gluggum og miklu útsýni.
Þvottahús er flísalagt á gólfi, með góðri innréttingu og skolvask.
Salerni er flísalagt á gólfi og veggjum með upphengdu salerni. Eikarinnrétting með granítborðplötu, handlaug og speglaskáp.
Hol / gangur parketlagt með sjónvarpskrók og gang að baðherbergi og hjónaherbergi.
Baðherbergi er flísalagt á gólfi og veggjum með upphengdu salerni. Eikarinnréttingu með granítborðplötu, tveimur handlaugum og speglaskáp. Einnig er nuddbaðkar, sturtuklefi og handklæðaofn. 
Barnaherbergi er parketlegt með góðum fataskáp.
Hjónaherbergi er parketlagt, með fataherbergi og rennihurð innangengt á baðherbergi. Útgengt er á svalir til suðurs með heitum potti.
Þaksvalir eru hellulagðar með heitum potti og frábæru útsýni í allar áttir.
Bílastæðin sem fylgja íbúðinni eru tvö, hlið við hlið í bílakjallara. Þar er góð þvottaaðstaða fyrir bíla. Búið að er að leggja raflögn að bílastæðum fyrir rafmagnshleðslu. 
Geymsla er rúmgóð með góðri loftræstingu.
Í íbúðinni er hiti í gólfum, granít gluggakistur og auka lofthæð með innfelldri lýsingu.


ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITA:
Guðlaug Jóna Matthíasdóttir, löggiltur fasteignasali s.661-2363 eða gulla@gardatorg.is
Sigurður Tyrfingsson, löggiltur fasteignasali s.898-3708 eða sigurdur@gardatorg.is 

Gjöld sem kaupandi þarf að huga að við kaup Stimpilgjald vegna þinglýsingar kaupsamnings er 0,4-1,6% af fasteignamati hins keypta auk kr. 2.500.- fyrir þinglýsingu kaupsamnings. Ef kaupandi tekur lán hjá bankastofnun / íbúðalánasjóði. Lántökugjald er 0,5-1% af höfuðstól hjá Íbúðalánasjóði en er annars breytilegt eftir lánastofnunum en ávallt greiðast kr. 2.500.- fyrir þinglýsingu á hverju skjali. Umsýslugjald fasteignasölunnar er kr. 62.000.- með vsk sem greiðist við undirritun kaupsamnings.
 

Kort
Sölumaður

Guðlaug Jóna MatthíasdóttirLöggiltur fasteignasali
Netfang: gulla@gardatorg.is
Sími: 6612363
Senda fyrirspurn vegna

Lundur 1


CAPTCHA code