Garðatorg eignamiðlun, Sigurður s. 8983708: Ásabyggð 10, Flúðum: Vandaður og rúmgóður sumarbústaður sem stendur á mjög skjólsælum og góðum stað á Flúðum. Mjög fallegt útsýni. Húsið er norsk timburhús, vel einangrað, ekki er um að ræða bjálkahús.
Bústaðurinn er 71,4 fermetrar að stærð og auk útigeymslu sem er ekki inní fermetratölu eignar. Stór timburverönd er við húsið ásamt heitum potti. Gott bílaplan.Eignin telur: Anddyri, tvö svefnherbergi ( möguleiki er að útbúa svefnherbergi í áfastri geymslu sem er með glugga og sér inngang, baðherbergi með sturtu, eldhús og mjög rúmgóð stofa/samverurými.
Húsinu hefur verið vel við haldið í gegnum tíðina og er í góðu ásigkomulagi.
Staðsetning er frábær, bústaðurinn stendur á friðsælum stað. Mikill gróður. Flúðir og nágreni er paradís og einhver veðursælasti staður landsins, stutt í gólfvelli, verslun, sund og veitingastaði og margt fleira. Lóðin er leigulóð frá sveitarfélaginu.
Sölumaður Sigurður löggiltur fasteignasali, sími 898-3708, [email protected]