Garðatorg eignamiðlun Sölumaður Sigurður s. 898-3708
Hesthús í byggingu á frábærum stað við Sunnuvelli 2, enda og neðan götuhús.
Um er að ræða glæsilegt hesthús í byggingu, samtals 463 fm. Fyrsta hæð er 288 fm og efri hæð 175 fm. Búið er að steypa sökkla, gólfplötu, burðasúlur og veggi fyrir stíur. Vatnslagnir, hitalagnir, niðurföll, skolp/dren hafa verið lögð, jarðvegsskipti.
Skipulag: 1. hæð:
16 eins hesta stíur (6,2 fm hver)
Kaffistofa (24 fm), fataherbergi og snyrting
Hlaða og herbergi fyrir reiðtæki
Forstofa og stigagangur
Skipulag – efri hæð:
Gert ráð fyrir starfsmannaaðstöðu, skrifstofum og kennslurými
Tvær snyrtingar og geymslur
Möguleiki á að útbúa tvær íbúðir (ekki hægt að skrá lögheimili)
Tvær stórar svalir með útgengi
Verkefnið er komið vel á veg með grunnvirki og lögnum lokið.
Eignin býður upp á fjölbreytta notkunarmöguleika, bæði til hestamennsku og þjónustu. Frábært tækifæri fyrir þá sem vilja klára verkefnið eftir eigin þörfum og hugmyndum.
Upplýsingar veitir:
Sigurður Tyrfingsson
Löggiltur fasteignasali og húsasmíðameistari
Sími: 898-3708 · Netfang:
[email protected]Garðatorg eignamiðlun – Lyngási 11, Garðabæ
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því Garðatorg eignamiðlun skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð