Garðatorg eignamiðlun, sölumaður Sigurður s. 8983708: Björt, snyrtileg og vel skipulögð 3ja herbergja íbúð á annarri hæð í lyftuhúsi við Andrésbrunn 16 í 113 Reykjavík. Eignin er samtals 94,6 fm. íbúðarrými 87 fm og sérgeymsla 7,6 fm. Íbúðinni fylgir sérmerkt stæði í lokuðum bílakjallara.
Skipulag og innra rými:
Anddyri með fataskáp og flísum á gólfi.
Björt og rúmgóð stofa með parketi og útgengi á ca.10,6 fm suðursvalir.
Eldhús opið að stofu með fallegri innréttingu,flísum og glugga, góð vinnuaðstaða.
Tvö svefnherbergi, bæði með parketi, fataskápum og góðri birtu.
Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf með snyrtilegri innréttingu, sturtuklefa og upphengdu wc.
Sér þvottahús innan íbúðar, flísalagt með innréttingu.
Aðstaða og umhverfi:
Bílastæði í lokuðum bílakjallara með raflögnum fyrir rafmagnsbíl. Hleðslustöð í eigu íbúðarinnar fylgir með, auk þess sem opin hleðslustöð frá húsfélaginu er við húsið.
Sérgeymsla í sameign.
Sameiginlegur garður með leiktækjum, barnvænt og notalegt umhverfi.
Staðsetning:
Eignin er á rólegum og vinsælum stað þar sem stutt er í skóla, leikskóla, verslanir, almenningssamgöngur og falleg útivistarsvæði.
Nánari upplýsingar veitir: Sigurður Tyrfingsson
Löggiltur fasteignasali
Sími: 898-3708
Netfang:
[email protected]Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því Garðatorg eignamiðlun skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð