Opið hús: 08. júlí 2025 kl. 17:30 til 18:00.Opið hús: Fannborg 1, 200 Kópavogur, Íbúð merkt: 01 06 04. Eignin verður sýnd þriðjudaginn 8. júlí 2025 milli kl. 17:30 og kl. 18:00.
Frábær fyrsta eign í lyftuhúsi – Glæsilegt útsýni og rúmgóðar svalirLýsing eignar:Falleg og vel skipulögð tveggja herbergja íbúð á 6. hæð í lyftuhúsi með einstöku útsýni. Eldhús með eyju og stofa mynda opið og bjart alrými með útgengi á rúmgóðar suðursvalir sem liggja meðfram allri íbúðinni.
Svefnherbergið er rúmgott og með góðum fataskápum. Baðherbergið er flísalagt, búið upphengdu salerni, sturtuklefa, snyrtilegri innréttingu og tengi fyrir þvottavél.
Á jarðhæð er sérgeymsla sem fylgir eigninni, auk hjóla- og vagnageymslu og sameiginlegs þvottahúss. Fordæmi er fyrir svalalokun í húsinu. Eignin er laus við kaupsamning.
Eignin er mjög miðsvæðis og stutt er í alla helstu þjónustu og samgöngur.
Nánari upplýsingar veitir:Ragnar G. Þórðarson, löggiltur fasteignasali
[email protected] 899 5901
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því Garðatorg eignamiðlun skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð